Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 23.09.2019

Pössum bilið

Aftanákeyrslur eru næst algengustu ökutækjatjón VÍS eða tæplega fjórðungur. Í þeim verða gjarnan slys þar sem áverkar eru ekki sýnilegir á slysstað en geta haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar fyrir viðkomandi, með verkjum og skertri hreyfi- og vinnugetu.

Til að koma í veg fyrir þessi slys þarf að vera með rétt stilltan höfuðpúða, gæta að hraða, hafa alla athygli við aksturinn og ekki hvað síst að tryggja nægt bil á milli bíla. Láta það síðan ekki pirra sig þó einhver fari í bilið heldur bara lengja það aftur.

Nú þegar umferð í þéttbýli hefur þyngst á ný eftir skólabyrjun er um að gera að gefa sér mínútu og horfa á meðfylgjandi myndband. Það getur komið í veg fyrir að þú lendir aftan á bílnum fyrir framan þig.