Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 20.12.2019

Öryggi heima og á ferðinni

Eflaust ætla margir að vera á ferðinni milli landshluta til að hitta ættingja og vini um hátíðarnar. Við hvetjum alla til að skoða vel færð og veður áður en farið er af stað. Eins og staðan er núna er t.a.m. ekki mælt með ferðalögum á laugardag og sunnudag á Norður-, Austur- og Suðausturlandi en þá daga er gul viðvörun á því svæði.

Við hvetjum líka alla til að gleyma ekki eldvörnunum á þessum tíma árs þegar brunar á heimilum eru flestir. Farið með gát sér í lagi við eldamennsku og opinn eld sem eru algengustu orsakir bruna nú í desember og tryggið að virkir reykskynjarar vaki yfir öllum, eldvarnateppi sé til staðar í eldhúsi og yfirfarið slökkvitæki.

Með von um að allir eigi örugga og gleðilega hátíð.