Við höfum sett í loftið nýtt og endurbætt Mitt VÍS sem er stafræn þjónustuskrifstofa okkar. Það er nú einfaldara, hraðvirkara og aðgengilegra fyrir viðskiptavini að fá betri yfirsýn yfir tryggingarnar sínar. Mitt VÍS hentar vel bæði einstaklingum sem og fyrirtækjum. Við hvetjum þig til að skrá þig inn á Mitt VÍS og skoða nýja og endurbætta útgáfu.

Helstu aðgerðir á Mitt VÍS eru:

Yfirsýn yfir þínar tryggingar

Á Mitt VÍS ertu með yfirlit yfir allar þínar tryggingar, hvenær þær endurnýjast og hver iðgjöldin eru.

Þú getur á einfaldan hátt sótt hreyfinga-, tjóna- og tryggingayfirlit sem er afar hentugt fyrir heimilisbókhaldið.

Betri yfirlit

  • Auðvelt er að nálgast og taka út hreyfinga- og tjónayfirlit.
  • Einfalt er að veita öðrum aðgang að yfirlitum, eins og bókara eða endurskoðenda.
  • Öflug leitarvél aðstoðar þig við að finna færslur.

Fríðindi og sérkjör

Við vilj­um stuðla að því að þú og fjöl­skyld­an þín sé ávallt ör­ugg og noti viðeig­andi ör­ygg­is­búnað. Þess vegna fá viðskipta­vin­ir sér­kjör á ýms­um vör­um og þjón­ustu sem tengj­ast for­vörn­um. Þú getur séð sérkjörin inn á Mitt VÍS.

Staðfesting ferðatryggingar

Þú getur sótt ferðastaðfestingu sem nýtist þér í ferðalögum erlendis ef þú þarf að sýna fram á tryggingar. 

Tilkynningar tjóna

Það hefur aldrei verið einfaldara að tilkynna tjón. Þú smellir einfaldlega á „Tilkynna tjón“ inn á Mitt VÍS eða VÍS.is og við leiðum þig áfram.