Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 14.11.2019

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Árleg alþjóðleg minn­ing­ar­at­höfn um fórn­ar­lömb um­ferðarslysa verður hald­in við þyrlupall bráðamót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi sun. 17. nóv­em­ber kl. 14. Sam­bæri­leg­ar at­hafn­ir verða haldn­ar víða um land á veg­um Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.

Einn­ar mín­útu þögn verður kl. 14:15 og eru all­ir sem eiga þess kost hvatt­ir til að taka þátt í minn­ing­ar­stund­inni. Í ár verður kast­ljós­inu sér­stak­lega beint að erfiðum aðstæðum aðstand­enda eft­ir um­ferðarslys. Ása Ottesen flyt­ur ávarp við at­höfn­ina en hún hef­ur glímt við mik­il áföll. Bróðir henn­ar lést í bíl­slysi fyr­ir mörg­um árum en móðir henn­ar slasaðist einnig í því slysi. Syst­ir henn­ar slasaðist al­var­lega í um­ferðarslysi ný­lega og er bund­in við hjóla­stól.

Sú hefð hef­ur skap­ast við at­höfn­ina að heiðra starfs­stétt­ir sem sinna björg­un og aðhlynn­ingu þegar um­ferðarslys verður. Þeim eru færðar þakk­ir fyr­ir mik­il­vægt og óeig­ingjarnt starf þeirra. Gert er ráð fyr­ir að ein af þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar lendi á þyrlupalli bráðamót­tök­unn­ar rétt fyr­ir at­höfn­ina og verður öku­tækj­um viðbragðsaðila stillt upp við þyrluna. Má þar nefna öku­tæki lög­reglu, sjúkra­bíla, slökkviliðsbíla, björg­un­ar­sveit­ar­bíla og fleiri.