Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 25.07.2019

Hækkum ekki töluna

Umferðaröryggi er mörgum hugleikið enda erum við öll þátttakendur í umferðinni á einn eða annan hátt. Til VÍS eru tilkynnt að meðaltali 33 ökutækjatjón dag hvern. Allt frá litlu nuddi upp í mjög alvarleg slys.

Við viljum ekki að umferðin taki líf og heilsu einstaklinga en undanfarin 10 ár hafa 133 látist í umferðinni. Að meðaltali 13 á ári, tala sem við viljum sjá lækka og fara niður í núll. Nú þegar ein af stærri ferðahelgum ársins er að ganga í garð er gott að hafa í huga hverjar helstu ástæður banaslysa í umferðinni eru:

  • Of mikill hraði miðað við aðstæður
  • Athygli ekki við aksturinn
  • Þreyta
  • Beltin ekki spennt
  • Neysla áfengis og annarra vímuefna

Högum akstri með þetta í huga og með það að markmiði að allir komi heilir heim.