Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 01.07.2019

Góður undirbúningur mikilvægur

Gönguferðir um fjöll og firnindi heilla marga. Til að allt gangi að óskum er góður undirbúningur mikilvægur þar sem erfitt getur verið að bregðast við þegar á hólminn er komið. Það á líka við þó eigi bara að fara í stutta dagsferð.

Fyrir dagsferðir er hægt að styðjast við eftirfarandi minnislista:

  • Stikaðar leiðir eru öruggari
  • Kynna sér staðhætti gönguleiðar
  • Skoða veðurspár
  • Góðir gönguskór og göngusokkar
  • Göngustafir
  • Fleira en eitt lag af fatnaði
  • Vind- og vatnsheld skel
  • Húfa og vettlingar
  • Vatnsbrúsi
  • Heitur drykkur í hitabrúsa
  • Orkuríkt nesti
  • Sólgleraugu og sólarvörn
  • Fullhlaðinn sími ásamt auka hleðslu
  • Áttaviti og kort
  • Sjúkrabúnaður

Veðrið er það sem oftast hefur áhrif á gönguferðir. Með réttum búnaði og þekkingu eru mun meiri líkur á að allt gangi vel og allir séu sáttir í lok göngu.