Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 20.06.2019

Er eftirvagninn öruggur í umferðinni?

Allir vilja ferðast um landið á öruggan hátt og án þess að einhverjar óvæntar uppákomur verði. Alvarlegustu slysin þegar eftirvagnar eiga í hlut er þegar hýsin fjúka útaf, losna aftan úr eða rása svo mikið að þau fara yfir á rangan vegarhelming. Mikilvægt er að hver og einn geri allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir slys og óhöpp s.s.:

Nú er sá tími árs þar sem fjöldi eftirvagna er mestur á vegum landsins. Samkvæmt tölum Samgöngustofu hefur fjöldi fellihýsa og tjaldvagna nær staðið í stað síðustu fimm ár á meðan fjöldi hjólhýsa hefur aukist um nær 30%.

Allir vilja ferðast um landið á öruggan hátt og án þess að óvæntar uppákomur eigi sér stað. Alvarlegustu slysin þegar eftirvagnar eiga í hlut er þegar hýsin fjúka útaf, losna aftan úr eða rása svo mikið að þau fara yfir á rangan vegarhelming. Mikilvægt er að hver og einn geri allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir slys og óhöpp s.s.:

  • Fara með eftirvagninn í lögbundna skoðun
  • Vera viss um að bíllinn megi draga eftirvagninn og að ökuréttindi nái yfir samanlagða þyngd eftirvagns og bíls
  • Huga að bremsubúnaði, ljósum og dekkjum
  • Nota framlengda hliðarspegla ef eftirvagn byrgir sýn
  • Fara reglulega yfir gaslagnir ef þær eru til staðar
  • Vera með virkan eldvarnabúnað
  • Ganga vel frá tengibúnaði við bílinn og nota öryggisvírinn
  • Kynna sér vindafar og veðurspá áður en farið er af stað
  • Ef vindhviður fara yfir 15 m/sek getur borgað sig að endurskoða ferðaplanið
  • Tryggja góða sýn þegar bakkað er
  • Skilja verðmæti ekki eftir á glámbekk
  • Aka ávallt eftir aðstæðum