Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 09.08.2019

Betur fór en á horfðist

Í gær­morg­un kom fram í dag­bók lög­reglu að 4 ára dreng­ur hefði dottið á hlaupa­hjóli í Kópa­vogi. Hann hafi rot­ast við fallið og verið flutt­ur á slysa­deild.

Slysið vildi til með þeim hætti að Jan­us Leví var á leið niður brekku ásamt for­eldr­um sín­um. Ekki vildi bet­ur til en svo að hann datt og skall með höfuðið í göt­una. Við fallið rotaðist Jan­us Leví þrátt fyr­ir að hafa verið með hjálm sem dró úr högg­inu. Móðir hans, Berg­lind Helga­dótt­ir, sagði að eft­ir slysið hafi þau áttað sig á að hjálm­ur­inn hafi virst vera rétt stillt­ur en of mik­ill slaki hafi greini­lega verið á bönd­un­um þar sem hjálm­ur­inn rann til við höggið.

Berg­lind sagði að það hefði verið erfitt að sjá barnið sitt liggja graf­kyrrt á göt­unni og upp­lifa það að hann væri ekki að koma til baka fyrr en eft­ir tölu­verðan tíma. Það sem skipti þó máli núna sé að all­ar mynd­ir komu vel út og að hann sé orðinn sjálf­um sér lík­ur á ný þó hann muni ekki eft­ir slys­inu, sjúkra­bíln­um eða öðru. Núna sé bara að taka næstu daga ró­lega og læra af þessu. Berg­lind seg­ist vera mjög meðvituð um ör­yggi en það sé greini­lega alltaf hægt að gera bet­ur þar eins og í svo mörgu öðru. Eft­ir á að hyggja finnst henni gott að sjá áhersl­una á ör­yggið hjá viðbragðsaðilum en þeir sögðu að þau yrðu að henda hjálm­in­um. Núna sé eitt af næstu verk­efn­um að fjár­festa í nýj­um hjálmi en sá tjónaði er kom­inn í ruslið.

Hjálm­ur

  • Hjálmur á að vera af réttri stærð en ummál hans má sjá á innrabyrði
  • Hjálmur á að sitja beint ofan á höfði og eyrun að vera í miðju V formi banda
  • Einungis einn til tveir fingur eiga að komast undir hökuband
  • Rétt stilltan hjálm á aðeins að vera hægt að færa til um nokkra millimetra
  • Yfirfara þarf stillingar reglulega
  • Hjálmur sem hefur orðið fyrir höggi er ónýtur
  • Líftími hjálma er alla jafna 5 ár frá framleiðsludegi og þrjú ár frá söludegi

Hlaupa­hjól

  • Öruggast er að vera á svæði þar sem engin umferð er
  • Ójöfn svæði og þar sem er sandur eru ekki ákjósanleg
  • Mýkri og stærri dekk veita betri stöðugleika
  • Hjálmur er nauðsynlegur
  • Hlífar á olnboga, úlnlið og hné er gott að nota
  • Stamir sólar á skóm eru mikilvægir
  • Fylgjast með ástandi á bremsum, dekkjum, legum og öxlum

VÍS hvet­ur alla til að huga að ör­yggi sínu og sinna og þakk­ar Berg­lindi fyr­ir að deila sinni sögu. Slys­in gera nefni­lega boð á und­an sér þó svo ekki sé vitað um stað og stund. Þess vegna er ör­ygg­is­búnaður notaður og hægt að ná nokkuð langt með því að vera meðvituð um áhætt­ur.