Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 21.05.2019

Barnabílstólar gefnir flóttafólki

Í síðustu viku tók Rauði krossinn á móti 49 einstaklingum frá Sýrlandi.

Um er að ræða barnafjölskyldur sem höfðu flúið frá Sýrlandi til Líbanons. Rauða kross deildir Árborgar, Hvammstanga og Blönduóss hafa unnið hörðum höndum við að undirbúa komu þessara einstaklinga en hópurinn skiptist á milli þessara þriggja staða.

Í hópnum eru 17 börn sem eru á þeim aldri að þau þurfa barnabílstóla er þau ferðast um í bíl. Það er VÍS sönn ánægja að auka öryggi þeirra með því að endurtaka leikinn frá því að síðasti hópur kom til landsins með því að færa hverju barni barnabílstóll sem hentar út frá aldri og hæð barns.