Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 04.12.2018

Treystum því græna ekki í blindni

Í síðustu viku lentu 10 ára strákur á hjóli og bíll sem var á leiðinni frá Miklubraut norður Löngumýri í Reykjavík saman. Betur fór en á horfðist. Stuðara, ljós, hjálm og hjól þarf að endurnýja en það sem mestu skiptir er að drengurinn slapp nokkuð vel. Mar, skrámur og tognun er það sem sat eftir en sjokkið eflaust erfiðast bæði fyrir strákinn og bílstjórann en Stöð 2 fjallaði um óhappið í fréttum hjá sér.