Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 30.04.2018

Hækkun umferðarlagasekta

Við hjá VÍS tökum hækkun umferðarlagasekta, sem verða 1. maí, fagnandi þar sem við trúum því að þær komi til með að hafa fælingarmátt og stuðli að auknu umferðaröryggi.

Við hjá VÍS tökum hækkun umferðarlagasekta, sem verða 1. maí, fagnandi þar sem við trúum því að þær komi til með að hafa fælingarmátt og stuðli að auknu umferðaröryggi.

Nauðsynlegt er að fjárhæð sekta endurspegli alvarleika umferðarlagabrota og þá hættu sem þau skapa. Sektir hafa ekki hækkað í rúman áratug. Fyrir hækkun var lægsta sektarfjárhæðin kr. 5.000.- en fer upp í kr. 20.000.- fyrir utan ef ökuskírteini er ekki meðferðis, það verður kr. 10.000.- Hæstu sektirnar eins og fyrir hrað-, ölvunar- og ávana- og fíkniefnaakstur hækka einnig en þó ekki hlutfallslega eins mikið.

Nánari upplýsingar um hækkanirnar er að finna í ráðuneytisins.