Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 03.05.2018

Árið fer vel af stað hjá VÍS

VÍS hefur birt rekstrarniðurstöður fyrsta ársfjórðungs.

VÍS hefur birt rekstrarniðurstöður fyrsta ársfjórðungs. Það er skemmst frá því að segja að árið fer vel af stað hjá VÍS og hagnaður meiri en ráð var gert fyrir.

Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2018

  • Hagnaður tímabilsins eftir skatta nam 844 m.kr. samanborið við 191 m.kr. á sama tímabili 2017.
  • Iðgjöld tímabilsins jukust um 10% frá sama tíma í fyrra.
  • Eigin tjónakostnaður lækkaði um 5,4%.
  • Samsett hlutfall var 97,3% en var 107,2% á sama tímabili í fyrra.
  • Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 1.022 m.kr. samanborið við 677 m.kr. á sama tíma 2017.
  • Hagnaður á hlut nam 0,38 krónum samanborið við 0,09 krónur á sama tímabili 2017.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS segir þennan árangur framar vonum.

„Það er gleðilegt að sjá þróun samsetta hlutfallsins undanfarna mánuði. Tólf mánaða meðaltalið okkar er nú 93,1%, sem byggir á traustum grunnrekstri og gerir okkur betur í stakk búin að takast á við framtíðaráskoranir með viðskiptavinum okkar. Það er svo með miklu stolti sem ég segi frá því að VÍS hlaut jafnlaunavottun í byrjun þessa árs en vottunin er viðurkenning á umfangsmikilli vinnu við að kortleggja öll störf innan fyrirtækisins og tryggja að allir okkar starfsmenn, konur jafnt sem karlmenn, fái sömu umbun fyrir sambærileg störf,“ segir Helgi