Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 12.04.2017

Förum með gát um páskana

Núna um páskana má búast við að margir verði á ferðinni. Veðurspá er mismunandi eftir landshlutum og geta aðstæður til aksturs því verið allt frá auðum vegi til hálku og snjós.

Um páskana má búast við að margir verði á ferðinni. Veðurspá er mismunandi eftir landshlutum og geta aðstæður til aksturs því verið allt frá auðum vegi til hálku og snjós.   

Eins og ávallt á veturna er mikilvægt að kynna sér færð og veður áður en lagt er af stað t.d. á vef Vegagerðarinnar eða í nýju snjallsímaforriti þeirra. Gott er að tjöruhreinsa dekkin fyrir ferðina en aldrei má sleppa því að spenna bílbeltin og taka mið af aðstæðum hverju sinni.

Starfsfólk VÍS óskar öllum gleðilegra páska og hvetur ökumenn til aðgæslu í umferðinni.


,