Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 24.02.2016

VÍSarar miðla af reynslu sinni

Gæjumst á bak við tjöldin hjá þeim bestu. Hittið meistarana, hvernig verður verðlaunavefur til?" var yfirskrift fundar sem Samtök vefiðnaðarins (SVEF) efndu til á Kex í gær. Þar kynntu Baldur Páll

Gæjumst á bak við tjöldin hjá þeim bestu. Hittið meistarana, hvernig verður verðlaunavefur til? var yfirskrift fundar sem Samtök vefiðnaðarins (SVEF) efndu til á Kex í gær. Þar kynntu Baldur Páll Guðmundsson vefstjóri VÍS og Bergþór Leifsson verkefnastjóri rafrænnar þjónustu hjá VÍS, hvernig staðið var að gerð nýs vefjar hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Fyrir skemmstu fékk VÍS verðlaun SVEF fyrir bestu hönnun og viðmót vefjar árið 2015.

Í erindi sínu fjölluðu tvímenningarnir um ástæður þess að ákveðið var að endurnýja vefinn, aðferðafræðina að baki endurnýjunarinnar, menninguna sem skapaðist við verkefnið og þörfina á skýrri sýn á lokatakmarkið með hliðsjón af stefnu fyrirtækisins.


,