Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 01.02.2016

Snilldar ferðatilboð til F plús viðskiptavina

Margir F plús viðskiptavinir VÍS hafa undanfarin misseri safnað Vildarpunktum Icelandair af greiddum iðgjöldum hjá VÍS. Þriðjudaginn 2. febrúar býðst þeim að kaupa borgarferð á kostakjörum hjá Icelandair.

Um nokkurt skeið hafa viðskiptavinir VÍS með F plús tryggingu átt kost á því að safna Vildarpunktum Icelandair Saga Club af öllum greiddum iðgjöldum. Þriðjudaginn 2. febrúar býðst þeim viðskiptavinum VÍS sem safna Vildarpunktum að nýta sér hraðtilboð Icelandair og VÍS og kaupa borgarferð á frábærum kjörum.

  • Kaupmannahöfn frá 13.950 punktum aðra leið - Báðar leiðir frá 27.900 punktum. Ferðatímabil: 31. mars - 3. maí 2016.
  • London Heathrow frá 13.950 punktum aðra leið - Báðar leiðir frá 27.900 punktum. Ferðatímabil: 21. apríl - 5. júní 2016.
  • Birmingham frá 13.950 punktum aðra leið - Báðar leiðir frá 27.900 punktum. Ferðatímabil: 14. apríl - 27. júní 2016.
  • Hamborg frá 14.950 punktum aðra leið - Báðar leiðir frá 29.900 punktum. Ferðatímabil: 12. maí - 17. júní 2016.
  • Boston frá 18.950 punktum aðra leið - Báðar leiðir frá 37.900 punktum. Ferðatímabil: 14. apríl - 20. júní 2016.
  • Toronto frá 18.950 punktum aðra leið - Báðar leiðir frá 37.900 punktum. Ferðatímabil: 15. apríl - 20. júní 2016.
  • Washington frá 18.950 punktum aðra leið - Báðar leiðir frá 37.900 punktum. Ferðatímabil: 16. apríl - 20. júní 2016.

Ferðirnar eru greiddar með Vildarpunktum en skattana þarf að greiða með peningum.

VÍS hvetur alla F plús viðskiptavini sína til að skoða hvort Vildarpunktasöfnun sé ekki eitthvað sem henti þeim og þeir þá átt möguleika á að nýta ferðatilboð sem þessi í framtíðinni. Fara þarf inn á  og einfaldlega haka við að safna eigi Vildarpunktum og hefja þannig söfnun fyrir draumaferðinni.

 


,