Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 21.09.2016

Guðný Helga nýr markaðsstjóri VÍS

Guðný Helga Herbertsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri VÍS og hefur hún störf innan fárra vikna. Hún mun leiða markaðs- og ímyndarstarf VÍS sem og stefnumótun markaðsdeildar.

Guðný Helga Herbertsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri VÍS og hefur hún störf innan fárra vikna. Hún mun leiða markaðs- og ímyndarstarf VÍS sem og stefnumótun markaðsdeildar. Guðný Helga hefur gegnt stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítala síðan fyrri part árs 2015. Áður var hún upplýsingafulltrúi Íslandsbanka þar sem hún leiddi einnig mótun bankans í samfélagsábyrgð. Fyrir það starfaði hún um árabil sem fréttamaður og þáttastjórnandi hjá 365 miðlum.

Guðný Helga er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun og markaðsfræði og meistaragráðu í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins frá Viðskiptaháskólanum í Árósum.

,,Ég hef verið afar lánsöm að fá að starfa á frábærum og fjölbreyttum vinnustöðum með kraftmiklu starfsfólki þar sem ég hef fengið að takast á við margvíslegar áskoranir. Nú tekur við ný áskorun sem ég tek fagnandi og ég hlakka mikið til að ganga til liðs við þetta öfluga félag. Leiðarljós mitt í nýju starfi verður að tryggingar snúast um fólk. Það verður gaman að kynnast bæði starfsfólki VÍS sem og viðskiptavinum félagsins á næstu misserum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að verkefnin sem eru framundan verða bæði krefjandi og skemmtileg."


,