Hoppa yfir valmynd

Umönnun í kjölfar sjúkra­hús­dvalar

Þessi vernd er innifalinunderline í barnatryggingunni okkar. Úr þessari vernd greiðast dagpeningagreiðslur vegna umönnunar barns í kjölfar sjúkrahúsdvalar. 

Staðfesting læknis eða sjúkrahúss þarf að liggja fyrir um að umönnunar sé þörf í minnst 10 samfellda daga.

Úr tryggingunni greiðast dagpeningar til foreldra eða forsjáraðila:
  • Ef sjúkdómur eða slys hefur í för með sér að barn þarf á umönnun að halda í kjölfar sjúkrahúsdvalar.
  • Ef barn þarf á umönnun að halda vegna alvarlegra beinbrota þó það þurfi ekki að liggja inni á sjúkrahúsi.

Hámarks fjárhæðir dagpeninga eru eftirfarandi:

  • Leið 1: 60.000 kr.
  • Leið 2: 120.000 kr.
  • Leið 3: 180.000 kr.

Bótatími er að hámarki 30 dagar vegna sama sjúkdóms eða slyss. Sjúkdómar og önnur sjúkdómseinkenni með læknisfræðileg tengsl teljast eitt og sama sjúkdómstilfellið.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
,