lock search
lock search

Verklagsreglur - Vátryggingasvik

1. Tilgangur

Á heimasíðu VÍS gefst almenningi tækifæri til þess að tilkynna um meint vátryggingasvik. Tilgangur hnappsins er að gera VÍS kleift að uppræta og draga úr vátryggingasvikum í samræmi við sérstaka stefnu VÍS í þessum málaflokki.

2. Efni tilkynninga

2.1 Upplýsingar þær sem óskað er eftir skulu eingöngu lúta að meintum vátryggingasvikum. Sem dæmi um æskilegar upplýsingar sem óskað er eftir frá tilkynnanda er nafn og heimilisfang þess sem á í hlut, hvenær atburður átti sér stað, lýsing á þeim atburði ásamt upplýsingum um staðsetningu, bílnúmer og annað sem tilkynnandi telur skipta máli.

2.2 Einungis er unnið úr upplýsingum sem tengjast meintum vátryggingasvikum. Komi fram upplýsingar sem ekki lúta að slíkum meintum svikum ber að eyða þeim tafarlaust, sbr. grein 7.1 í verklagsreglum þessum. VÍS safnar þannig ekki upplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er.

3. Vinnsla upplýsinga

3.1 Fengnar upplýsingar, sbr. 2. gr í verklagsreglum þessum, eru aðeins notaðar í þeim tilgangi að rannsaka og koma upp um meint vátryggingasvik. Upplýsingarnar má ekki nota í öðrum tilgangi.

3.2 Öll vinnsla upplýsinga skal vera sanngjörn, málefnaleg, áreiðanleg og ekki umfram það sem nauðsyn krefur.

4. Upplýsingar um tilkynnanda

4.1 VÍS mælist til þess að allar tilkynningar séu sendar inn undir nafni. VÍS tekur þó jafnframt á móti nafnlausum tilkynningum.

4.2 Kjósi tilkynnandi að koma fram undir nafni er óskað eftir því að hann upplýsi um nafn, símanúmer og/eða tölvupóstfang í tilkynningu sinni.

4.3 Komi tilkynnandi fram undir nafni áskilur VÍS sér heimild til að hafa samband við viðkomandi í því skyni að fá frekari upplýsingar um meint vátryggingasvik.

4.4 VÍS skal halda nafni tilkynnanda leyndu og ekki veita þeim er ábendingin lýtur að, þ.e. hinum skráða, eða þriðja aðila upplýsingar um það, sbr. þó greinar 4.5 og 9 í verklagreglum þessum.

4.5 Í eftirfarandi undantekningartilvikum kann VÍS að reynast nauðsynlegt að upplýsa um nafn tilkynnanda:

4.5.1 Séu meint vátryggingasvik kærð til lögreglu eða tekin fyrir dómstóla. Í slíkum tilvikum skal láta tilkynnandi vita áður ef kostur er.

4.5.2 Feli tilkynning í sér vísvitandi rangar sakargiftir um hinn skráða og hann hyggst af því tilefni leita réttar síns gagnvart tilkynnanda, t.d. með því að höfða meiðyrðamál.

4.6 Það skal tekið fram að trúnaðarskylda VÍS samkvæmt grein 4.4 í verklagsreglum þessum hefur ekki áhrif á rannsóknarheimildir lögreglu.

4.7 Upplýsingum um tilkynnanda er eytt um leið og efni tilkynningarinnar sjálfrar, sbr. grein 7 í verklagsreglum þessum.

5. Aðgangur að upplýsingum

5.1 VÍS skal tryggja að upplýsingar þær sem koma í gegnum vátryggingasvikahnappinn séu eingöngu aðgengilegar þeim starfsmönnum VÍS er hafa með slík mál að gera.

5.2 Framkvæmdastjóri tjónasviðs skal bera ábyrgð á móttöku allra ábendinga um vátryggingasvik og fara yfir þær.

5.3 Framkvæmdastjóri tjónasviðs ber ábyrgð á að tilkynningum sé eytt, sbr. grein 7 í verklagsreglum þessum.

5.4 Telji framkvæmdastjóri tjónasviðs ástæðu til að rannsaka meint vátryggingasvik nánar skal hann kynna málið í fimm manna vátryggingasvikanefnd sem tekur ákvörðun um framhald þess.

5.5 Allir starfsmenn VÍS eru bundnir trúnaði um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu hjá félaginu, einnig þeir sem hafa með vátryggingasvikamál að gera.

6. Leiðrétting rangra upplýsinga

Komi í ljós að upplýsingar reynist rangar eða ófullkomnar ber að leiðrétta þær tafarlaust eða eyða þeim, sbr. grein 7.

7. Eyðing upplýsinga frá tilkynnanda

7.1 Öllum tilkynningum sem augljóslega eiga ekki við rök að styðjast skal eytt eins fljótt og kostur er.

7.2 Þegar ekki er lengur nauðsynlegt að varðveita upplýsingar skal eyða þeim.

7.3 Ekki skal geyma upplýsingar lengur en í tvo mánuði frá því að rannsókn á meintum vátryggingasvikum lýkur, nema sérstök málefnaleg rök standi til þess.

7.4 Sé ákveðið að kæra eða höfða mál á hendur þeim sem tilkynningin lýtur að („hinum skráða“), má varðveita upplýsingarnar lengur, þ.e. þar til máli er lokið og ekki er lengur hægt að áfrýja niðurstöðu eða kæra hana.

8. Tilkynning til hins skráða

8.1 Telji VÍS það ekki skaða rannsóknarhagsmuni félagsins skal framkvæmdastjóri tjónasviðs upplýsa hinn skráða um að fram hafi komið ábending um meint vátryggingasvik og gefa honum færi á að koma fram með andmæli og skýra mál sitt.

8.2 Veita skal hinum skráða upplýsingar um efni tilkynningarinnar og hver hafi fengið eða muni fá upplýsingar um tilkynninguna, eftir því sem rétt þykir hverju sinni með tilliti til almannahagsmuna og hagsmuna VÍS. Þá skal jafnframt upplýsa hinn skráða um tilgang vinnslunnar og hvaða öryggisráðstafanir séu viðhafðar við vinnslu upplýsinganna, enda skerði það ekki öryggi vinnslunnar.

8.3 Ekki skal veita hinum skráða upplýsingar um þann sem kom fram með tilkynninguna nema í undantekningartilvikum, sbr. grein 4.5 í verklagsreglum þessum. Meta skal hvert tilvik sérstaklega og leggja mat á það hvort hagsmunir hins skráða vegi þyngra en hagsmunir tilkynnanda.

9. Afhending upplýsinga til þriðju aðila

9.1 Ekki skal afhenda utanaðkomandi aðila upplýsingar um efni tilkynninga nema slíkt sé nauðsynlegt í tengslum við rannsókn málsins. Í slíkum tilvikum skal VÍS gera sérstakan trúnaðarsamning við þann aðila.

9.2 Ákveði VÍS að kæra meint vátryggingasvik til lögreglu eða stefna hinum skráða fyrir meint vátryggingasvik fyrir dómstól kunna þriðju aðilar hins vegar að fá upplýsingar um meint svik.

10. Öryggi upplýsinga

VÍS skal tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem félagið fær í gegnum vátryggingasvikahnappinn í samræmi við lög og reglur Persónuverndar.

11. Persónuverndarlög

Að því leyti sem ekki er mælt fyrir um annað í verklagsreglum þessum skulu lög nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, gilda um vinnslu persónuupplýsinga þar sem reglum þessum sleppir.

12. Gildistaka

Verklagsreglur þessar taka gildi þann 17. nóvember 2010.

 Til baka

Fá tilboð
mail Hafa samband chat Netspjall
mail chat
close

Tryggingar

Niðurstöður

Skjöl

Niðurstöður

Annað

Niðurstöður

Fréttir

Niðurstöður

News search result

Leit

Niðurstöður

Ææ en leiðinlegt!

Við fundum því miður ekki ""

Athugaðu hvort öll leitarorðin eru rétt skrifuð, annars geturðu prófað að víkka leitina með öðrum eða almennari leitarorðum.

Ef allt um þrýtur, endilega hafðu samband

close Loka
Hafðu samband
bell

Getum við aðstoðað?

Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

chat

Netspjallið

Þjónusturáðgjafar okkar svara frá 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 09:00 til 15:30 á föstudögum.

Opna netspjall
coffee

Komdu í heimsókn

Kíktu í heim­sókn og starfs­fólkið okk­ar tek­ur vel á móti þér alla virka daga frá 12-15.

Sjá þjónustuskrifstofur
close Loka

Netspjall VÍS

Við hvern viltu spjalla?
Vinsamlegast sendu ekki lykilorð, kortanúmer eða bankaupplýsingar í gegnum netspjallið. Þú getur skráð bankaupplýsingarnar þínar á þjónustusvæði þínu, Mitt VÍS
Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni. Misnotkun varðar við lög.