Hoppa yfir valmynd

Sjúk­dóma­vernd barna­trygg­ingar

Þessi vernd er innifalinunderline í barnatryggingunni okkar. Úr verndinni greiðast bætur ef barn greinist með einhvern þeirra níu sjúkdóma sem verndin nær yfir.

Úr tryggingunni greiðast bætur

Krabbamein (e. cancer)
 • Illkynja æxli (e. malignant tumor) sem einkennist af stjórnlausum vexti, dreifingu illkynja fruma og ífarandi vexti í vefi. Greiningin verður að vera staðfest af krabbameinssérfræðingi og studd með sérstakri vefjagreiningu. Undir þessa skilgreiningu falla einnig hvítblæði (leukaemia), illkynja eitlakrabbamein (malignant lymphoma) og myelodysplastic syndrome, nema annað sé tekið fram.
 • Microscopiskt ífarandi brjóstakrabbamein (microinvasive carcinoma of the breast), vefjafræðilega skilgreint sem T1mic, ef ástandið krefst brjóstsnáms, lyfja- eða geislameðferðar.
 • Microscopískt ífarandi leghálskrabbamein vefjafræðilega skilgreint sem IA1 (microinvasive carcinoma of the cervix uteri) ef ástandið krefst legnáms, lyfja- eða geislameðferðar.
 • Eitilfrumuæxli í húð ef ástandið krefst lyfja eða geislameðferðar.
 • Blöðruhálskirtilskrabbamein ef það er vefjafræðilega skilgreint með Gleason stigum hærra en 6 eða hefur þróast yfir í TNM stigun T2N0M0.
Nýrnabilun (e. Chronic Kidney Disease)
 • Króníska og óafturkræfa nýrnabilun beggja nýrna, sem leiðir til að annað hvort reglubundin nýrnaskilun eða kviðskilun er nauðsynleg eða nýrnaígræðsla er gerð. Skilunin þarf að vera læknisfræðileg nauðsyn og staðfest af nýrnasérfræðingi.
Líffæraflutningur (e. Transplantation)
 • Líffæraflutning þar sem vátryggður hefur þegið, lungu, lifur, bris, eða smágirni.
 • Líffæraflutning þar sem vátryggður hefur þegið hluta eða allt andlit, handar, handleggs og fótar (composite tissue allograft transplantation)
Heila- og mænusigg (e. Multiple Sclerose)
 • Ótvíræða greiningu heila- og mænusiggs (MS) staðfest af sérfræðingi í taugasjúkdómum studd af öllum eftirfarandi viðmiðum:
 • Viðvarandi klínískri skerðingu á hreyfi- eða skynfærum, sem verður að hafa verið til staðar samfellt í a.m.k. 6 mánuði.
 • Segulómskoðun sem sýnir a.m.k. tvær afmýlingar (demyeliniserandi) skellur í heila eða mænu sem eru lýsandi fyrir MS.
Alvarlegs bruna (e. Third-degree burns)
 • Þriðja stigs húðbruni sem er fullþykktar bruni og nær niður í undirliggjandi vefi. Þriðja stigs bruninn þarf að þekja að minnsta kosti 10% af yfirborði líkamans skv. skilgreiningu "Lund and Browder Chart" og gerðist án vilja vátryggðs. Greiningin verður að vera staðfest af sérfræðingi með víðtæka reynslu í meðferð brunasára.
Barnaliðagigtar (e. Juvenile Rheumatoid)
 • Barnaliðagigt sem greinist fyrir 16 ára aldur og er að lágmarki í tveim liðamótum, þar af tveimur stórum þ.e. hnakka, hné, mjöðm, olnboga, úlnlið, ökkla eða öxl. Einkennin þurfa að hafa verið til staðar í meira en 6 vikur og vera greind hjá sérfræðingi í gigtlækningum.
Insúlínháðar sykursýki (e. diabetes mellitus, type 1)
 • Sykursýki greind af sérfræðingi í barnalækningum eða lyflækningum. Fastandi blóðsykur verður í endurteknum sýnum að hafa verið hærri en 8 mmol/l og vátryggður verður að hafa fengið meðhöndlun með insúlíni í meira en þrjá mánuði.
Eyðniveirusmit (HIV)/ Alnæmis (AIDS)
 • Smit af völdum eyðniveiru (HIV) eða staðfest greining á alnæmi (AIDS), sem rekja má til blóð- eða blóðhlutagjafar og uppfyllir öll eftirfarandi skilyrði:
 • Smitið varð í kjölfar blóð- eða blóðhlutagjafar sem var læknisfræðileg nauðsyn og framkvæmd eftir að vátryggingin tók gildi.
 • Stofnunin eða blóðbankinn sem lagði til og gaf blóð eða blóðhlutana er opinberlega viðurkennd sem slík af heilbrigðisyfirvöldum.
 • Heilbrigðisstofnunin þar sem blóð- eða blóðhlutagjöfin var gerð viðurkennir ábyrgð sína.
 • HIV veiran verður að vera greinanleg í blóði 12 mánuðum frá blóð- eða blóðhlutagjöfinni.
 • Eyðniveirusmits (HIV) / Alnæmis (AIDS) vegna stunguóhapps sem vátryggður verður fyrir að völdum nálar sem skilin hefur verið eftir á leikvöllum, almenningsgörðum eða öðrum almennum svæðum.
 • Öll atvik, sem hugsanlega geta leitt til bótakröfu samkvæmt gr. 2.8.1.5 skulu tilkynnt félaginu við fyrsta tækifæri ásamt tilkynningu til viðeigandi yfirvalda.
Heilahimnubólga af völdum bakteríusýkingar (Bacterial Meningitis)
 • Afdráttarlaus greining bakteríusýkingar í himnum sem umlykja heila eða mænu og leiðir til varanlegs taugaskaða sem staðfestur er í a.m.k. 3 mánuði í kjölfar greiningar. Greiningin verður að vera staðfest af sérfræðingi í taugalækningum og studd með vexti sjúkdómsvaldandi baktería í ræktunum frá heila- og mænuvökva.

Úr tryggingunni greiðast ekki bætur

Krabbamein (e. cancer)
 • Öll æxli sem eru vefjafræðilega skilgreind sem forstig illkynja æxlis (pre-malignant), vaxa ekki ífarandi eða setbundið (carcinoma in situ), þar með talið setkrabbamein í mjólkurrás og bleðilkrabbamein í brjósti (ductal and lobular carcinoma in situ of the breast) og innanþekjuæxlisvöxtur í leghálsi (cervical dysplasia CIN-1, CIN-2 og CIN- 3).
 • Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (Chronic lymphocytic leukaemia - CLL) nema það hafi þróast í a.m.k. Binet stig B.
 • Grunnfrumukrabbamein í húð (Basal cell carcinoma), flöguþekjukrabbamein húðar (squamous cell carcinoma) og illkynja sortuæxli (malignant melanoma) stig IA(T1aN0M0) nema það séu ummerki meinvarpa.
 • Skjaldkirtilskrabbamein minna en 1 cm að þvermáli og vefjafræðilega skilgreint sem T1N0M0.
 • Frumkomið rauðkornablæði (Polycythemia rubra vera) og sjálfvakið blóðflagnablæði (essential thrombocythemia).
 • Monoclonal gammopathy of undetermined significance ( MGUS).
 • "MALT" maga eitilfrumuæxli (Gastric MALT Lymphoma) ef sjúkdómur getur verið meðhöndlaður með upprætingu Helicobacter.
 • Strómaæxli í meltingarvegi (GIST) stigun I og II samkvæmt AJCC krabbameinsstigun (AJCC Cancer Staging Manual, Seventh Edition -2010).
Nýrnabilun (e. Chronic Kidney Disease)
 • Bráða afturkræfa nýrnabilun sem krefst nýrnaskilunar til skemmri tíma.
Líffæraflutningur (e. Transplantation)
 • Ástand sem leiðir til ágræðslu eða ígræðslu verður að vera dæmt fullkomlega ólæknanlegt og staðfest sem slíkt af sérfræðilækni.
Heila- og mænusigg (e. Multiple Sclerose)
 • Óstaðfest heila- og mænusigg (MS) og taugafræðilega eða myndgreiningarlega einangruð einkenni sem benda til heila- og mænusiggs en eru ekki greinandi fyrir sjúkdóminn.
 • Einangruð sjóntaugabólga (optic neuritis) og sjóntauga og mænubólga (neuromyelitis optica).
Barnaliðagigtar (e. Juvenile Rheumatoid)
 • Einkennin sem stafa frá liðabólgu tengdri sýkingu, smitandi liðsjúkdómi, bæklunarsjúkdómi, áverkum, óeðlilegri nýmyndun vefja, ónæmishöfnun og æðabólgu.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum barnatryggingar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
,