Notaðir varahlutir
VÍS hefur hafið samstarf við Netparta, sem er umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða, til þess auka framboð varahluta í bílaviðgerðum. Með þessu vill VÍS stytta biðtíma fyrir viðskiptavini sína eftir varahlutum, en einnig leggja sitt af mörkum í þágu hringrásarhagkerfisins og minnka kolefnissporið í bílaviðgerðum. Eingöngu verða notaðir bílavarahlutir frá Netpörtum, sem eru jafngamlir eða yngri en viðgerðarbíllinn, og hafa hlotið viðeigandi meðhöndlun samkvæmt ISO umhverfis- og gæðavottun.
Endilega hafðu samband ef eitthvað er óljóst, við aðstoðum þig með ánægju.
