Hoppa yfir valmynd

Innbús­trygging sumar­bú­staða

Innbústrygging sumarbústaðaunderlinetryggir innbú þitt og persónulega muni sem eru staðsettir í sumarbústaðnum að staðaldri. Tryggingin bæt­ir helstu tjón sem verða á inn­búinu vegna bruna, vatns, inn­brots, ráns, óveðurs eða hruns. 

Það má segja að innbú sé allt sem þú tekur með þér ef þú flytur. Mikilvægt er að þú leggir rétt mat á raunverulegt virði innbúsins því ef til tjóns kemur miðast bæturnar við skráð innbúsverðmæti.

Þú getur bætt eftirfarandi verndum við innbústryggingu sumarbústaða:

Or­lof­stækja­trygg­ing

Orlofstækjatryggingin er hentug trygging fyrir þá sem geyma orlofstæki að staðaldri í sumarbústaðnum og vilja tryggja slík tæki sérstaklega. Tryggingin bætir tjón vegna bruna, vatns, innbrots, óveðurs og snjóþunga á orlofstækjum þínum. Með orlofstækjum er átt við:

  • Sæþotur, kajaka, sláttuvélatraktora, snjóblásara, seglbretti, kanóa, árabáta með eða án utanborðsmótors.
  • Slöngubáta eða aðra sambærilega báta undir 5 metrum að lengd.
  • Golfbíla.

Kæli- og frysti­vöru­trygg­ing

Tryggingin bætir tjón á matvælum vegna ófyrirséðar stöðvunar á kælikerfi frystis eða kæliskáps í sumarbústaðnum þínum. Þá tekur tryggingin einnig á tjóni sem verður á frystinum eða kæliskápnum sjálfum vegna ófyrirséðrar stöðvunar á kælikerfi tækisins ef tækið er yngra en 5 ára og bilunin heyrir ekki undir ábyrgð seljanda.

Trygg­ing fyr­ir of­hitn­un á þvotti

Tryggingin bætir tjón á þvotti þínum sem ofhitnar í þvottavél eða þurrkara í sumarbústaðnum ef tjónið stafar af bilun í tækinu.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar