Hoppa yfir valmynd

Innbrots-, þjófn­aðar- og ráns­trygging

Þetta er valkvæð verndunderline í lausafjártryggingu sem tekur til innbrotstjóna en einnig ráns þegar hlutir eru teknir með líkamlegu ofbeldi eða hótun um líkamlegt ofbeldi.

Tryggingin bætir

  • Tjón vegna þjófnaðar og skemmda á því sem tryggt er eða skemmda á húsnæði við innbrot.
  • Tjóns vegna ráns á tryggingarstað eða í ferðum innanlands.
  • Tjón vegna þjófnaðar úr sýningarskápum eða sýningarkössum innanhúss á tryggingarstað.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón á rúðum og póstkössum, þó það verði í tengslum við innbrot.
  • Tjón á húseigninni sem stafar af eldsvoða í tengslum við innbrot.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum lausafjártryggingar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
,