Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Hjólreiðar

Hjólreiðar eru góður og heil­brigður ferðamáti sem ávallt fleiri og fleiri nota. Örugg­ast er að við notum stíga þar sem þeir eru til staðar en al­var­leg­ustu hjól­reiðaslys­in verða þegar hjól og vélknúin ökutæki lenda saman.  

Rétt stilltur hjálmur er málið

Sam­kvæmt er­lendri slysa­töl­fræði eru 75% bana­slysa hjá hjól­reiðafólki vegna höfuðáverka. Reiðhjóla­hjálm­ur veit­ir vörn og dreg­ur úr lík­um á al­var­leg­um höfuðáverk­um og er mik­il­væg­ur öllu hjól­reiðafólki. Rann­sókn­ir sýna að hann minnk­ar lík­ur á höfuðáverk­um um 69%. Ef skoðaðir eru al­var­leg­ir höfuðáverk­ar, þá er talið að hjálm­ur geti komið í veg fyr­ir 79% þeirra. Til að hjálm­ur veiti fulla vörn þarf hann að vera heill, ekki of gamall, af réttri stærð og sitja rétt á höfði viðkom­andi. Eyrað á að vera í miðju V form­inu og einn til tveir fing­ur komast und­ir höku­bandið.

Hjólað um fjöll og firnindi

Það eru margir búnir að átta sig á því hvað mikið frelsi felst í því að nota hjól sem ferðamáta. Hægt að fara t.d. um hálendið og upp á fjöll svo fremri sem stígar eða troðningar eru til staðar en aldrei má hjóla á ósnortnu landi og skilja eftir sig för. Innanbæjar eru stígar málið þar sem þeir eru en ef hjólað er á götunni er gríðarlega mikilvægt að huga vel að sýnileika sínum.

Hjólið má ekki klikka

Huga þarf að ástandi hjóls­ins eins og annarra far­ar­tækja. Brems­ur, gír­ar og dekk verða að vera ofarlega á listanum þar. Eins skiptir gerð hjóls máli allt eftir því hvernig hjólreiðar á að stunda. Meiri­hluti þeirra sem fara um á hjól­um nota þau aðallega þegar færð er góð en ekki í snjó og hálku. Þeir sem hjóla all­an árs­ins hring fer hins­veg­ar fjölg­andi og eru góð vetrardekk nauðsynleg við þær aðstæður.

Sýni­leiki skiptir sköpun

Mik­il­vægt er að hjól­reiðamenn velji fatnað sem er áber­andi í um­ferðinni eða noti vesti í skær­um lit til að tryggja sýnileika sinn. Gul glitaugu eiga að vera á gjörð hjóls­ins, hvítt glitauga að fram­an og rautt að aft­an. Þegar farið er að skyggja þarf svo að nota ljós, bæði að fram­an og aft­an. 


,