Hoppa yfir valmynd

Sjúkrakostnaðartrygging innanlands

Hvort sem þú ert að flytja lögheimili þitt til landsins eða koma tímabundið vegna vinnu þá verndar Sjúkrakostnaðartrygging innanlands þig fyrstu sex mánuðina á landinu. Þessa fyrstu mánuði eftir flutning að utan nýtur þú ekki verndar Sjúkratrygginga Íslands og er því gott að vita að Sjúkrakostnaðartrygging innanlands brúar bilið fyrir þig.

Tryggingin greiðir

 • Kostnað við sjúkrahúsvist að ráði læknis og kostnað vegna almennrar og sérhæfðar þjónustu sem veitt er á sjúkrahúsum án þess að um innlögn á sjúkrahús sé að ræða.
 • Kostnað við almenna læknishjálp utan sjúkrahúsa.
 • Kostnað við nauðsynlegar rannsóknir og meðferð hjá sérfræðingum eða stofnunum.
 • Kostnað við lyf sem tryggðum aðila er lífsnauðsynlegt að nota að staðaldri auk annars nauðsynlegs lyfjakostnaðar.
 • Óhjákvæmilegan ferðakostnað læknis til vátryggðs og flutningskostnað vátryggðs á sjúkrahús.
 • Kostnað vegna hjúkrunar í heimahúsum vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma eða slysa sem eru innan bótasviðs tryggingarinnar enda komi heimalega í stað sjúkrahúsvistar.

Tryggingin greiðir ekki

 • Kostnað sem fer umfram eigin áhættu. Eigin áhætta í bótaskyldu tjóni er 50.000 krónur.
 • Kostnað vegna bólusetninga.
 • Kostnað vegna dvalar á fæðingarstofnunum.
 • Kostnað sem greiddur er samkvæmt lögum um sjúkratryggingar eða reglugerðum settum samkvæmt þeim.
 • Kostnað vegna slyss sem orðið hefur áður en vátryggingin tók gildi, nema að félaginu hafi verið kunnugt um það.
 • Kostnað vegna sjúkdóms sem fyrst hafði sýnt einkenni áður en vátryggingin tók gildi, nema að félaginu hafi verið kunnugt um það.
 • Kostnað vegna tannlækninga eða lýtalækninga, nema um sé að ræða nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna bótaskylds slyss eða sjúkdóms.
 • Kostnað vegna meðgöngu, fæðingarhjálpar eða sjúkdóma sem rekja má til meðgöngu eða fósturláts.
 • Kostnað vegna sjúkdóms sem rót á að rekja til neyslu áfengis, fíkniefna eða annarra nautnalyfja.
 • Kostnað vegna slyss af völdum hryðjuverka, vegna hvers konar líffræðilegra eða efnafræðilegra áhrifa og/eða eitrunar, þar með talið vegna sýkla og veira eða þegar afleiðingar slyss verða meiri vegna framangreindra atriða.
 • Kostnað vegna slysa í áhættusömum íþróttagreinum.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.

Aðrar upplýsingar

Skoða fleiri tryggingar

Við mælum með því að öll fyrirtæki stór og smá séu með ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, slysatryggingu launþega og lausafjártryggingu.

Ábyrgð­ar­trygging atvinnu­rekstrar

Tryggingin er ætluð fyrirtækjum og rekstraraðilum í þeim tilgangi að bæta tjón þegar skaðabótaábyrgð skapast.

Slysa­trygging laun­þega

Atvinnurekendur eru samkvæmt kjarasamningum skyldugir að bæta slys sem starfsfólk verður fyrir í vinnu sinni. Slysatrygging launþega er sniðin að þörfum atvinnurekenda til að uppfylla skyldur sínar gagnvart starfsfólki sínu.

Slysa­trygging

Slysatrygging er fyrir einyrkja og þá sem eru ekki í stéttarfélagi. Hún er einnig fyrir þá sem eru slysatryggðir en vilja eiga rétt á hærri bótum eða víðtækari vernd.

Sjúkra­trygging

Sjúkratrygging er fyrir þá sem vilja vera vel tryggðir ef þeir fá sjúkdóm og geta ekki stundað vinnu sína lengur.

Lausa­fjár­trygging

Tryggingin nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign. Má þar nefna vélar, lager, tölvubúnað, húsgögn og verkfæri.

Víðtæk eigna­trygging

Tryggingin nær til þeirra muna sem ekki eru hluti af húseign.

Rekstr­ar­stöðv­un­ar­trygging

Tryggingin bætir rekstrartap sem verður við stöðvun rekstrar og leiðir af sér samdrátt í sölu eða þjónustu.

Lögboðin ábyrgð­ar­trygging ökutækis

Ábyrgðartrygging ökutækja er lögboðin trygging. Það þýðir að svo lengi sem ökutækið er á númerum og í notkun, þarf slík trygging að vera til staðar.

Kaskó­trygging ökutækis

Kaskótrygging bætir tjón vegna áreksturs, sem þú eða ökumaður á þínum vegum, er ábyrgur fyrir.

Vinnu­véla­trygging

Tryggingin tekur á tjónum sem verða á tryggðri vinnuvél vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Húseig­enda­trygging atvinnu­hús­næðis

Tryggingin veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.

Flutn­ings­trygg­ingar A

Tryggingin er fyrir þá sem láta flytja fyrir sig verðmæti með viðurkenndum flutningsaðila milli landa eða innanlands.

,