Hoppa yfir valmynd

Fyl- og folalda­trygging

Fyl- og folaldatryggingunderlineer innifalin í kynbótahryssutryggingu og gildir þangað til folald er 30 daga gamalt. 

Ef þú ert með kynbótahryssutryggingu færðu greiddar bætur sem nema 10% af líftryggingarfjárhæð hryssu fyrir fyl í hryssu eða folald ef hryssa er 3-18 vetra gömul.

Bætur eru aðeins greiddar tvisvar á ævi hverrar hryssu, sú takmörkun á ekki við ef folald ferst af slysförum.

Ef um fjölburafæðingu er að ræða eru aðeins greiddar bætur vegna eins folalds og ef eitt folald lifir eru engar bætur greiddar.

Tryggingin bætir

  • Dauða fyls á 91. degi eða síðar af völdum fósturláts, erfiðleika við köstun eða dauða hryssu.
  • Dauða fyls eða ef ekkert folald skilar sé frá hryssu þó það hafi verið staðfest að hryssa var fylfull af dýralækni.
  • Dauða eða aflífun folalds innan 30 daga frá fæðingu vegna meiðsla, sjúkdóma eða fæðingargalla.

Tryggingin bætir ekki

  • Ef tryggingin er tekin 9 mánuðum eða síðar eftir að hryssa var síðast hjá stóðhesti.
  • Dauða eða aflífun fyls eða folalds ef hryssa deyr vegna sjúkdóma sem voru til staðar eða slysa sem urðu áður en tryggingin tók gildi.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum hestatryggingar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Afslættir og aðrar upplýsingar