Hoppa yfir valmynd

Forfalla­trygging

Forfallatrygging tryggir þér endurgreiðsluunderlineá fyrirframgreiddri ferð þinni til útlanda ef upp kemur atvik sem verður til þess að þú komist ekki í ferðina.

Áður en þú sækir í forfallatrygginguna þarftu fyrst að leita til söluaðila. Ef þú færð ekki allan útlagðan kostnað endurgreiddan hjá söluaðila sækir þú í forfallatrygginguna.

Tjónstilkynningunni þarf að fylgja:

  • Staðfesting læknis
  • Bókunarstaðfesting flugfélags ásamt upplýsingum um endurgreiðslurétt
  • Bókunarstaðfesting ferðaskrifstofu og/eða gistisala ásamt upplýsingum um endurgreiðslurétt.

Tryggingin bætir

  • Forföll vegna alvarlegra slysa eða skyndilegra veikinda sem valda því að þú eða fjölskylda þín eru ekki ferðafær.
  • Forföll vegna alvarlegra slysa eða skyndilegra veikinda annarra sem ekki eru tryggðir en tengjast þér og fjölskyldu þinni með eftirfarandi hætti: maki, börn, barnabörn, foreldrar, afar, ömmur, tengdaforeldrar, tengdabörn eða systkini.
  • Forföll vegna verulegs eignatjóns á heimili eða einkafyrirtæki þínu sem gerir nærveru þína nauðsynlega.
  • Forföll vegna opinberrar sóttkvíar.
  • Forföll vegna starfs sem þú eða fjölskylda þín þurfið að vinna samkvæmt lögum um skyldusóttkví.
  • Forföll ef þú eða fjölskylda þín komist ekki í ferð vegna opinberra hafta út af farsótt.

Tryggingin bætir ekki

  • Forföll vegna sjúkdóms, meðferðar eða veikinda sem voru fyrir hendi áður en tryggingin var tekin eða þegar ferðakostnaður var greiddur.
  • Forföll vegna sjúkdóma sem verða á 9. mánuði meðgöngu.
  • Forföll vegna slyss sem varð áður en tryggingin var tekin eða þegar ferðakostnaður var greiddur.
  • Forföll vegna slysa sem eru undanskilin í slysatryggingu í frítíma s.s. fallhlífastökk, keppnisíþróttir o.fl.
  • Forföll ef þú vanrækir að tilkynna söluaðila að nauðsynlegt reyndist að hætta við ferðina.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 1-4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar