Hoppa yfir valmynd

Ferða­sjúkra- og ferð­arofs­trygging erlendis

Ef slys eða veikindi verða erlendis.underlineTryggingin bætir kostnað vegna læknishjálpar og sjúkrahúsdvalar ásamt því að greiða aukaútgjöld ef þú þarft að fara heim fyrr en áætlað var.

Tryggingin bætir

  • Sjúkrakostnað vegna vistar á sjúkrahúsi, læknishjálpar, lyfja eða annarrar þjónustu sjúkrahússins.
  • Kostnað vegna læknishjálpar og lyfja að læknisráði.
  • Kostnað vegna kvalastillandi tannviðgerða.
  • Aukaútgjöld vegna hótelvistar ef meðferð getur farið fram á hóteli.
  • Aukaútgjöld vegna heimferðar.
  • Aukaútgjöld vegna ferða- og dvalarkostnaðar fylgdaraðila.
  • Kostnað vegna sjúkraflutnings.
  • Kostnað vegna flutnings á látnum.
  • Kostnað við ferð þess sem liggur á sjúkrahúsi ef sjúkrahúslegan nær helmingi ferðatímans.
  • Aukaútgjöld ef þau sem eru tryggð þurfa að rjúfa ferð vegna andláts, alvarlegs slyss eða skyndilegra og alvarlegra veikinda maka, barna, barnabarna, foreldra, afa, ömmu, tengdaforeldra, tengdabarna eða systkina.
  • Aukaútgjöld vegna verulegs eignatjóns á því heimili eða einkafyrirtæki þínu sem gerir nærveru þína nauðsynlega.

Tryggingin bætir ekki

  • Sjúkrakostnað vegna langvinnra sjúkdóma og slysa sem þeir sem eru tryggðir hafa notið læknishjálpar við á síðastliðnum 12 mánuðum.
  • Sjúkrakostnað vegna sjúkdóma sem verða á 9. mánuði meðgöngu.
  • Lyfjakostnað vegna lyfja sem þau sem eru tryggð hafa notað reglulega áður en ferð er hafin.
  • Sjúkrakostnað erlendis umfram 3 mánuði nema að keypt hafi verið framlenging á tryggingunni.
  • Sjúkrakostnað vegna slysa sem eru undanskilin í slysatryggingu í frítíma s.s. fallhlífarstökk, keppnisíþróttir o.fl.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 1-4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar