Hoppa yfir valmynd

Farang­urstafa­trygging

Skilaði taskan sér ekki?underlineÞað er ekki skemmtilegt að lenda í því á flugvelli erlendis að fá ekki töskuna sína eftir flug.

Farangurstafatrygging tryggir þér ákveðna fasta upphæð til þess að kaupa nauðsynjar á meðan þú bíður eftir því að taskan skili sér. Tryggingin gildir eingöngu ef töf verður á farangri á flugvelli erlendis..

Tryggingin bætir

  • Kostnað vegna kaupa á nauðsynjum fyrir 16 ára og eldri, ef innritaður farangur fæst ekki afhentur innan 12 klukkustunda.
  • Kostnað vegna kaupa á nauðsynjum fyrir 16 ára og yngri ef þau ferðast án forráðamanns.

Tryggingin bætir ekki

  • Kostnað vegna tafa á farangri sem kemur í ljós eftir að til Íslands er komið.
  • Kostnað vegna tafa sem uppgötvast innan sama sólarhrings og ferð lýkur á Íslandi.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum F plús 1-4.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar