Bílbelti á meðgöngu
Mikilvægt er að nota öryggisbelti á meðgöngu eins og á öllum öðrum tímum.

Huga þarf að því að bílbeltið liggi ekki yfir kúluna heldur fyrir neðan hana. Högg af belti sem liggur yfir kúluna getur skaðað barn í móðurkviði. Til eru meðgöngubílbelti sem halda beltinu á réttum stað, það er eins neðarlega á mjaðmakambi, undir kúlunni og hægt er.