Hoppa yfir valmynd
Forvarnir

Bakvísandi barnabílstóll

Mælt er sér­stak­lega með bakvís­andi barna­bíl­stól­um fyr­ir börn yngri en 3-4 ára. Sænsk­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að í al­var­leg­um um­ferðaró­höpp­um þurfa börn ekki á aðhlynn­ingu að halda í 90% til­fella ef þau eru í bak­vís­andi barna­bíl­stól. Þetta sama hlut­fall er um 60% fyr­ir börn í framvís­andi barna­bíl­stól­um.

Barnið er bet­ur varið með bakið í átt að akst­urs­stefnu þar sem þyngd höfuðs þess er hlut­falls­lega mun meiri af lík­amsþyngd en hjá full­orðnum. Höfuðið er um 6% af heild­ar lík­amsþyngd full­orðinna, en 25% hjá 9 mánaða göml­um börn­um. Norsk fræðslu­mynd sýnir mun­inn á ör­yggi fram­vís­andi og bakvís­andi barna­bíl­stóla vel.


,