Hoppa yfir valmynd

Greiðsluleiðir og gjöld

Þú getur valið um að greiða tryggingarnar þínar með því að fá greiðslukröfu í banka eða greiða með kreditkorti samkvæmt boðgreiðslusamningi. Velja greiðsluleið.

Greiðsludreifing

  • Fyrirtæki og einstaklingar í vildarkerfi VÍS (brons, silfur, gull og demantar) fá 40% afslátt af kostnaði við greiðsludreifingu.
  • Með 40% afslætti eru ársvextir 6,9%, eingöngu kopar vildarþrep miðast við 11,5% ársvexti. Kostnaður við greiðsludreifingu miðast við og er reiknaður sem hlutfall af heildarverði.
  • Þú getur séð stöðu þína í vildarkerfinu í VÍS appinu.
  • Gjaldskráin gildir frá 1. nóvember 2022.

Greiðslugjald

  • Ekkert greiðslugjald er á sjálfvirkri skuldfærslu kreditkorts.
  • Greiðslugjald fyrir kröfur sem stofnaðar eru í netbanka er 190 kr.
  • Greiðslugjald fyrir heimsendan greiðsluseðil er 390 kr.

Innheimtukostnaður

  • Dráttarvextir eru samkvæmt útgefnum dráttarvöxtum Seðlabanka Íslands.
  • Innheimtuferli hefst þegar reikningur er kominn fimm daga yfir eindaga.
  • Motus og Lögheimtan innheimta gjaldfallin iðgjöld fyrir hönd VÍS. Kostnaður vegna innheimtubréfa er samkvæmt gjaldskrá Motus og Lögheimtunnar.