Bílahjálp VÍS
Með bílahjálp VÍS færðu aðstoð við það helsta, til dæmis rafmagn, eldsneyti og læstar hurðir.
Vonandi kemstu klakklaust allra þinna ferða en ef eitthvað kemur upp, mundu þá eftir bílahjálpinni.
Hringdu í síma 560 5000 til að panta aðstoð. Krókur er þjónustuaðili Bílahjálpar VÍS.
Hringdu í Bílahjálp VÍS ef:
- Rafgeymirinn er dauður og þú þarft að fá start.
- Þú þarft aðstoð við að skipta um dekk. Einungis er hægt að aðstoða ef varadekk er í bílnum.
- Bíllinn er bensínlaus.
- Hurðir eða læsingar eru frosnar.
- Bíllinn er læstur og þú kemst ekki inn í hann.
Þjónustustaðir Bílahjálpar VÍS
- Höfuðborgarsvæðið
- Akranes
- Borgarnes
- Reykjanes
- Selfoss
- Hveragerði
- Akureyri
- Egilsstaðir
- Höfn
- Ísafjörður
Ekki er hægt að nota Bílahjálp VÍS ef:
- Bíllinn er 15 ára eða eldri. Á bæði við um aðstoð á staðnum og flutning.
- Bíllinn er atvinnutæki, yfir 3,5 tonn að þyngd og/eða lengri en sjö metrar.
- Bíllinn er fastur í snjó, drullu eða sandi.
- Bíllinn hefur lent í tjóni.
Nánari upplýsingar
- Viðskiptavinir okkar sem eru í brons, silfur, gull eða demants vildarþrepi geta fengið aðstoð hjá Bílahjálp VÍS þrisvar sinnum á ári. Þú getur séð upplýsingar um stöðu þína í vildarkerfi VÍS í VÍS appinu.
- Bílahjálpin er fyrir fólksbíla og er veitt á tilteknum stöðum.
- Þegar ekki er hægt að veita aðstoð á staðnum veitir Bílahjálp VÍS 50% afslátt af flutningi með Króki á verkstæði innan sama þjónustusvæðis.
- Full gjaldskrá Króks gildir ef flytja þarf fólksbíla á verkstæði utan skilgreindra þjónustusvæða.
- Dagtaxti gildir virka daga frá kl. 8-17. Kvöld- og næturvinna er frá kl.17-8 sem og allan sólarhringinn laugardaga, sunnudaga og helgidaga.
- Sjá nánari upplýsingar í þjónustuskilmála.
Verðskrá
Þjónusta | Dagtaxti | Næturvinna og frídagar |
---|---|---|
Símaaðstoð | Ókeypis | Ókeypis |
Aðstoð á þjónustustöðum | Ókeypis | Ókeypis |
Flutningur (verð með 50% afslætti) | 11.500 kr. | 19.000 kr. |